Nýkjörin stjórn leiðir Flokkahóp miðjumanna á þemaþingi Norðurlandaráðs
Fyrir fundi og þemaþing Norðurlandaráðs í Reykjavík á mánudaginn var haldinn fundur í Flokkahópi miðjumanna. Á fundinum, sem einnig var ársfundur, voru á dagskrá venjuleg aðalfundarstörf þar sem m.a. var kjörin ný stjórn.
Eins og fram hefur komið var Hanna Katrín Friðriksson frá Íslandi, kjörin nýr formaður Flokkahóps miðjumanna á fundi hópsins á mánudaginn. Með henni í stjórn eru Kjell-Arne Ottosson, Svíþjóð; Ola Elvestuen, Noregi; Kathrine Kleveland, Noregi; Catarina Deremar, Svíþjóð og Jouni Ovaska, Finnlandi sem öll voru endurkjörin. Auk þess voru Anna Falkenberg, Danmörku og Johan Dahl, Færeyjum, kjörin ný inní stjórnina.
Á fyrsta stjórnarfundinum var Anna Falkenberg kjörin varaformaður Flokkahóps miðjumanna. Hún situr á danska þinginu sem fulltrúi Færeyja.
Þemaþing Norðurlandaráðs stendur til miðvikudagsins 15. mars. Umræður á þemaþinginu verða í beinni útsendingu á vef Norðurlandaráðs. Fimmtudaginn 16. mars munu Eftirlitsnefnd Norðurlandaráðs og Stjórnsýsluhindranaráð og Stjórnsýsluhindranahópur Norðurlandaráðs einnig funda.
Mynd: Nýkjörin stjórn. Johan Dahl, Kjell-Arne Ottosson, Kathrine Kleveland, Hanna Katrín Friðriksson, Catarina Deremar, Anna Falkenberg og Ola Elvestuen. Á myndina vantar Jouni Ovaska.