Starfsáætlun

Starfsáætlun Flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði árið 2023

Formáli

Flokkahópur miðjumanna vinnur að sameinuðum Norðurlöndum og að veita norrænum borgurum það sem þeir, samkvæmt tveimur nýjustu norrænu könnununum (frá 2017 og 2021), vilja: Öflugri norðurlönd sem vinna sameiginlega að því að skapa aukið gildi fyrir íbúana og sem færir þeim og atvinnulífinu eitt svæði og eitt og sama markaðssvæði með um 27 milljónir íbúa þar sem er að finna mikla möguleika milli landanna – án innri landamæra.

Stríð rússa gegn Úkraínu hefur sett nýjar áherslu í öryggissamstarf Norðurlandanna. Samskipti milli varnarmálaráðherra okkar eru orðin daglegt brauð sem auðveldar að sjá norræna heildarmynd af ástandinu. Heimsfaraldurinn sýndi hinsvegar að nokkuð skorti á samhæfingu Norðurlandanna meðan á því ástandi stóð. Enestam skýrslan um almannavarnir á Norðurlöndunum frá 2021 gefur mörg ráð um að forðast svipaðar aðstæður í framtíðinni.

Flokkahópur miðjumanna mun áfram starfa breitt að mörgum málaflokkum, hér eftir sem hingað til. Víðtækt umboð Norðurlandaráðs gerir þetta mögulegt. Við teljum þó að nútímavæða þurfi Helsingfors samninginn, grundvallar skjal hins norræna samstarfs. Það er ekki síst vegna þess að við teljum að umræðan um nútímavæðinguna myndi leiða til ítarlegrar umræðu um hvar áherslan á pólitískt samstarf okkar er og hversu mikið fjármagn við þurfum til að geta átt áhrifaríkt samstarf á Norðurlöndum.

Norrænt samstarf lifir ekki í tómarúmi. Við erum undir áhrifum frá umheiminum þar sem margt hefur gerst á undanförnum 30 árum. Norrænt samstarf hefur verið aðlagað að breytingunum að mestu með því að byggja nýtt á gömlum grunni. Flokkahópur miðjumanna telur það ekki farsæla leið í átt að umbótum á norrænu samstarfi. Heldur þurfi að fara á upphafspunkt og ræða um hvað við myndum gera í dag ef Norðurlandaráð eða Norræna ráðherranefndin hefðu aldrei verið til.

Heimsfaraldurinn neyddi Norðurlandaráð til að þróa stafrænar fundaraðferðir á skömmum tíma. Því verki er lokið og það á eftir að koma í ljós hvernig hægt er að sameina stafrænt fundaform og persónulega fundi á sem áhrifaríkastan hátt. Persónuleg samskipti eru nauðsynleg til að þróa nýjar stefnur. Stafræn samskipti þarf til að viðhalda því þeim tengslum sem fyrir eru. Árið 2023 mun Flokkahópur miðjumanna skipuleggja sumarfund – eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldursins.

Árið 2023 fagnar Flokkahópur miðjumanna 40 ára afmæli sínu. Það eru 40 ár síðan flokkarnir á miðjunni í Norðurlandaráði hófu formlegt samstarf. Afmælinu verður meðal annars fagnað með því að safna sögum um Norðurlandaráð og Flokkahóp miðjumanna.

Áfram Norðurlönd!

24.10.2022

Bertel Harder Starfandi formaður Flokkahós miðjumanna

Fundardagar 2023

23. janúar, Svíþjóð, hópfundur, stjórnarfundur og undirbúningsfundir nefndahópa.

13. mars, Ísland, hópfundur (vorfundur flokkahópsins) aðalfundur og undirbúningsfundir nefndahópa, þemaþing  Norðurlandaráðs.

2–3. september, Danmörk, sumarfundur í tengslum við septemberfundi Norðurlandaráðs

4. september, Danmörk, hópfundur, undirbúningsfundir nefndahópa

30. október, Noregur, hópfundur (haustfundur flokkahópsins) og undirbúningsfundir nefndahópa, þing Norðurlandaráðs.

11.-12. desember, Finnland, fundur í forsætisnefnd Norðurlandaráðs, undirbúniningsfundur nefndarhópsins

Norræna þekkingar- og menningarnefndin

Á árinu mun Flokkahópur miðjumanna standa vörð um norræna samvinnu innan mennta og menningargeirans, bæði eru málefnin mikilvæg norrænni samvinnu og möguleikanum á að ná fram þeirri framtíðarsýn til 2030 sem Norræna ráðherranefndin hefur sett sér.

Nauðsyn þess að vernda samvinnu um menntun og menningu undirstrikast ekki síst af því hversu mikil áhrif Covid19 faraldurinn hefur haft á málaflokkana. Þar að auki stendur menningar- og menntageirinn frammi fyrir meiriháttar niðurskurði fjármagns í norræna samstarfinu.

Barna- og unglingastarf er forgangsverkefni Flokkahóps miðjumanna. Það er líka mikilvægt þema í formennskuáætlun Norðmanna í Norðurlandaráði árið 2023. Flokkahópurinn mun því halda áfram að leggja áherslu á menntun og norrænan tungumálaskilning. Gagnkvæmur málskilningur er mikilvægur þáttur norræns samstarfs og reynslan af heimsfaraldrinum sýnir að stafrænar lausnir má nýta sem viðbót þegar við eigum samskipti okkar á milli á Norðurlöndum. Þá getur líka verið farsælt að koma á áætlun um kennaranemaskipti milli norðurlandanna til að bæta norrænan málskilning á meðal kennaranema og einnig að efla samstarf lýðháskólanna á norðurlöndunum. Hreyfanleiki ungs fólks milli landa er einnig mikilvægt málefni og vinnur Flokkahópur miðjumanna að því að námsmannaafsláttur gildi um öll Norðurlönd. Flokkahópurinn mun einnig vinna að því að styrkja stöðu smáþjóðatungumála innan menntunar.

Sjálfbærnimál verða einnig í öndvegi árið 2023. Meðal annars þegar kemur að því hvernig menningargeirinn getur stuðlað að sjálfbærri þróun og einnig hlutverk skólanna í að auka þekkingu nemenda á sjálfbærri þróun.

Alvarleg staða í öryggismálum snertir nánast öll svið samfélagsins. Því þarf að vinna að eftirfylgni um fjölmiðla- og upplýsingalæsi í norrænu samstarfi til að vinna gegn röngum upplýsingum og falsfréttum.

Verðlaun Norðurlandaráðs njóta mikillar virðingar innan norrænna menningargeirans og þarf að standa vörð um sterka stöðu þeirra. Með verðlaunum undirstrikar Norðurlandaráð mikilvægi tjáningarfrelsis á sama tíma og norræna tungumálsvæðið er gert sýnilegt.

Afnám landamærahindrana hefur lengi verið forgangsverkefni flokkahópsins og mun vinnunni við að afnema og draga úr landamærahindrunum vera haldið áfram árið 2023.

Árið 2023 mun Flokkahópur miðjumanna einbeita sér að

  • Afnámi landamærahindranna á Norðurlöndum
  • Auknum norrænum málskilningi meðal barna og ungmenna
  • Aukinni þekkingu á norrænum smáþjóða tungumálum
  • Standa vörð um fjármögnun norrænnar samvinnu innan mennta og menningargeirans og fylgja eftir afstöðu Norðurlandaráðs varðandi niðurskurð til menningar- og menntamála
  • Að efla möguleika menningar og menntageirans til að stuðla að sjálfbærri þróun
  • Auka möguleika á hreyfanleika nemenda og vinnandi fólks milli Norðurlandanna

Norræna sjálfbærninefndin

Flokkahópur miðjumanna mun halda áfram að fylgjast með mótun loftslagssamstarfs Norðurlandanna. Við munum á virkan hátt vinna að samnorrænni stefnu um innleiðingu á alþjóðlegum samningi um líffræðilegan fjölbreytileika. Flokkahópurinn mun sýna framá þörfina á sameiginlegum skilgreiningum í vinnunni við innleiðingu samningsins um líffræðilegan fjölbreytileika og einnig hvernig mannréttindi gegna hlutverki í líffræðilegum fjölbreytileika.

Fæðuöryggi án mikilla neikvæðra loftslagsáhrifa frá frumframleiðslu (Farm to fork stefna) verður sterkt þema hjá Flokkahópi miðjumanna árið 2023. Flokkahópurinn mun kynna nýjar tillögur, svo að sjálfbær neysla, viðbúnaður vegna loftslagsbreytinga og sameiginlegar lausnir svo að norðurlöndin verði í fararbroddi í Evrópu og í heiminum.

Norðurskautið er sérstaklega mikilvægt fyrir Norðurlönd – fyrir sjálfbærni svæðisins og loftslagsaðlögun. Flokkahópurinn mun fylgjast með vetrarskilyrðum undir áhrifum loftslagsbreytinganna á sama tíma og við aukum viðnámsþol svæðisins yfir vetrarmánuðina.

Til að bæta heilsu Eystrasaltsins þarf aukna alþjóðlega samvinnu. Flokkahópurinn mun því leggja fram tillögur um að förgun næringarefna verði með endurnýtanlegum hætti, minni losun eiturefna og samræmdar reglur til að tryggja gott umhverfisástand.

Árið 2023 verða áherslur Flokkahóps miðjumanna

  • Samræður um vel undirbúna sameiginlega stefnu til að innleiða hnattræna  samninginn um líffræðilegan fjölbreytileika
  • Nýjar tillögur um aukið fæðuöryggi nú og til lengri tíma á Norðurlöndum
  • Örugg skilyrði fyrir matvælaframleiðslu á Norðurlöndum frá efnahagslegu og vistfræðilegu sjónarhorni
  • Frumkvæði og samræður um gott vistfræðilegt ástand í Eystrasalti

Norræna velferðarnefndin

Flokkahópur miðjumanna vinnur að öflugu og áhrifaríku norrænu samstarfi í þágu heilbrigðis, jafnréttis og velferðar. Á heilbrigðissviðinu vinnur Flokkahópurinn að því að samræma rafræna heilsuþjónustu þannig að borgarar á Norðurlöndum geti notað lyfseðla, tilvísanir og lækningar þvert á öll Norðurlöndin. Að auki viljum við samræma réttindi almannatrygginga allra Norðurlandanna þannig að auðveldara sé að stunda vinnu yfir landamærin. Einnig viljum við norræna samvinnu í að vinna gegn heilsufarslegum afleiðingum Covid sýkinga.

Flokkahópurinn vill einnig leggja áherslu á jafnréttisvandamál á Norðurlöndum. Við viljum vinna gegn kúgun, brotum og óöryggi og tryggja aukið gagnsæi varðandi mismun kynjanna varðandi laun og stjórnunarábyrgð og vinna gegn varnarleysi barna og ungmenna.

Flokkahópur miðjumanna mun leita nýrra leiða til að takast á við popúlisma, sem og berjast gegn hægri öfgum og öðrum öfgum til að viðhalda því trausti sem gerir norræn samfélög einstök og heldur þeim saman.

Árið 2023 mun Flokkahópur miðjumanna leggja áherslu á

  • Rafræn skilríki (e-ID) skulu virka þvert á landamæri Norðurlanda
  • Þróun rafræns norræns sjúkraskýrslukerfis, sem tryggir öryggi sjúklinga og betri heilsugæslu á Norðurlöndunum
  • Að styrkja aðgengi að almannatryggingakerfum milli Norðurlandanna
  • Að leysa jafnréttisvanda, s.s. kúgun og heiðursglæpi og mismunun á vinnumarkaði og í samfélaginu
  • Að vinna gegn varnarleysi barna og ungmenna.
  • Að vinna gegn sýklalyfjaónæmi með styrktri löggjöf ESB
  • Að efla norræna samvinnu gegn heilsufarslegum afleiðingum Covid sýkinga.
  • Að leita nýrra leiða til að vinna gegn hægri öfgum og öðrum öfgum
  • Að skilgreina áskoranir í vinnunni gegn mansali, þegar kemur að fólki á flótta eða farandfólki

Norræna hagvaxtar- og þróunarnefndin

Flokkahópur miðjumanna vill efla sjálfbærni og samkeppnishæfni Norðurlanda. Við viljum meina að öflugra norrænt samstarf skapi fleiri störf, minnki losun gróðurhúsalofttegunda og stuðli að meiri verðmætasköpun.

Árið 2023 mun Flokkahópurinn einbeita sér sérstaklega á þremur sviðum: Samstarf um orkumál, meiri og betri stafræna þjónustu og vistvænni samgöngur.

Innrás Rússa í Úkraínu og hvernig farið er með alþjóðlegan orkumarkað hefur leitt til mikillar óvissu í Evrópu. Flokkahópur miðjumanna telur að það sé mikilvægara en nokkru sinni fyrr að standa saman um samvinnu á orkumarkaði og þróun aukinna möguleika sjálfbærrar orku.

Til þess að Norðurlönd nái markmiðum sínum um sjálfbærarara svæði erum við algjörlega háð betri samvinnu. Flokkahópurinn mun beita sér fyrir betra samstarfi um reglurverk innan atvinnugreina eins og jarðefnavinnslu og ferðaþjónustu. Flokkahópurinn mun einnig vinna að stofnun ráðherranefndar um samgöngumál og að ferðir og samgöngur yfir landamæri verði gerðar auðveldari og sjálfbærari.

Flokkahópur miðjumanna vill einnig aukna stafræna samþættingu milli Norðurlandanna. Við munum því koma með tillögur að lausnum sem veita borgurum betri stafræna þjónustu hins opinbera og einkaaðila fyrir svæðið í heild.

Árið 2023 mun Flokkahópur miðjumanna leggja áherslu á

  • Stofnun ráðherranefndar um samgöngumál
  • Betri og samþættari járnbrautarsamgöngur
  • Að veita nemendum afslátt af almenningssamgöngum á öllum Norðurlönd
  • Losunarlausa sjó- og flugflutninga
  • Þróun sjálfbærs rekstrar jarðefna og námuauðlinda
  • Sjálfbærari ferðaþjónustu
  • Eflingu norræns orkusamstarfs
  • Meira samstarf um þróun endurnýjanlegrar orku
  • Einföldun bankaþjónustu milli Norðurlanda
  • Notkun stafrænna ökuréttinda milli Norðurlandanna
  • Sameiginlegt norrænt tímabelti Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar

Forsætisnefnd Norðurlandaráðs

Utanríkis-, öryggis- og varnarmál er mikilvægasti málaflokkurinn sem nefndin ber ábyrgð á.  Málaflokkurinn hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Dýnamíkin í Norðurlandaráði hefur ekki alveg endurspeglað þær breytingarnar sem orðið hafa á umhverfi norrænna öryggismála. Flokkahópur miðjumanna telur tímabært að ræða áframhaldandi hlutverk forsætisnefndar – og þörfina á sérstakri utanríkis-, varnar- og öryggismálanefnd í Norðurlandaráði.

Flokkahópurinn vill að hinu óformlega hlutverki sem Norðurlandaráð hefur nú í utanríkis og varnarmálum verði breytt í áþreifanlegra og fastara form (sjá tillögu). Það þarf stofnun eins og Norðurlandaráð til að leggja fram tillögur og ræða norrænar lausnir á virkan hátt og að fara framá sameiginlegar greiningar og aðgerðir. Norðurlandaráð hefur tækifæri til að sneiða hjá á þröngum sjónarmiðum einstakra þjóða og draga fram norræna mynd af ástandinu með virkri þingumræðu (sjá tillögu).

NATO-umsóknir Svía og Finna veita ný tækifæri fyrir norrænt varnarsamstarf. Hins vegar ætti að halda áfram að vinna með öryggi út frá víðara sjónarhorni – ekki bara hinu hernaðarlega. Flokkahópurinn mun halda áfram að vinna að innleiðingu tilmæla Enestam skýrslunnar um bætt almannavarnasamstarf Norðurlandanna. Sem hluta af því hlökkum við til að ræða möguleikann á að afnema samstöðuregluna í norrænni samvinnu og skipta yfir í sömu vinnubrögð og gilda í Nordefco-samstarfinu þar sem færri hópar landa geta tekið vissar ákvarðanir ef eitt eða fá lönd vilja standa fyrir utan.

Varðandi umbætur á norrænu samstarfi vill Flokkahópur miðjumanna leitast við að endurskoða og endurnýja Helsingfors samninginn, ekki síst eftir lokun landamæra meðan á heimsfaraldri stóð og nýjar kröfur sem Norrænt samstarf stendur frammi fyrir eftir ákvörðun Svíþjóðar og Finnlands um að sækja um aðild að NATO.

Flokkahópurinn heldur áfram að vinna að stefnumótun norræns ESB-samstarfs en á nýjum forsendum nú eftir að norrænu Brussel skrifstofunni hefur verið lokað. Það eru nokkur áþreifanleg atriði þar sem Norðurlöndin geta vísað veginn fyrir þróun ESB. Norðurlandaráð getur og verður að vera leiðandi á vettvangi Norðurlandanna í ESB.

Árið 2023 mun Flokkahópur miðjumanna leggja áherslu á að

  • Stuðla að endurnýjuðu hlutverki Norðurlandaráðs í nýju landslagi í öryggismálum, m.a með breytingu á sáttmálum (Helsinki sáttmálinn)
  • Afnema samstöðuregluna í norrænu samstarfi
  • Halda áfram að leitast við að móta framsýnni stefnu í norrænu ESB-samstarf sem fyllir tómarúmið eftir Brexit
  • Leitast við að tryggja að framtíðarsýn og stefnumótun Norrænu ráðherranefndarinnar geti fallið undir Norðurlandaráð
  • Að norræna varnarsamstarfið þróist í takt við aðild Svíþjóðar og Finnlands að Nató