Frjáls fjölmiðlun á dagskrá Norðurlandaráðs
Ástand óháðra miðla og fréttablaðamennsku var rætt á sumarfundi Þekkingar og menningarnefndar Norðurlandaráðs í Ábo, Finnlandi. Flokkahópur miðjumanna vonast eftir norrænum aðgerðum fyrir bættum aðstæðum í blaðamennsku enda málefnið grundvallarþáttur í lýðræðissamfélögum okkar.
Á dögunum fór fram sumarfundur menningar og þekkingarnefndar Norðurlandaráðs í finnsku borginni Ábo. Fyrir utan fjölda heimsókna og fyrirlestra kom nefndin saman á fundi á mánudeginum. Fræðimenn frá Nordicom, miðstöð fyrir norrænar fjölmiðlafræðirannsóknir við Háskólann í Gautaborg, komu í heimsókn á fundinn. Heimsóknin á fundinn var vegna framkominnar tillögu Flokkahóps miðjumanna um að tryggja aðgang að frjálsum, óháðum miðlum og góðri blaðamennsku í Norðurlöndum.
– Ég tel að umræðurnar hafi verið mjög góðar, það er ljóst að á öllum Norðurlöndum hefur umhverfi fjölmiðla breyst og stendur blaðamennska frammi fyrir augljósum erfiðleikum. Við viljum nú öll gera eitthvað en það er erfitt að vita hvað það er sem gera þarf. það er meðal þess sem við teljum að við þurfum að að finna út, segir Kathrine Kleveland frá Noregi, sem er leiðtogi Flokkahóps miðjumanna í nefndinni.
Meðal þeirra vandamála sem rædd voru á fundinum var eignarhald, efnahagslegir erfiðleikar hjá staðbundnum miðlum, áhrif samfélagsmiðla, hatursfullar yfirlýsingar og hótanir gegn blaðamönnum o.fl. Lauri Salo, einn af fulltrúum Flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði æskunnar, benti einnig á áskoranir sem börn og ungmenni mæta og hvaða fréttir þau komast í samband við á þeim miðlum sem þau fylgja.
Ákvörðun um tillögur flokkahópsins verður líklega tekin á næsta fundi nefndarinnar, og Kathrine Kleveland er bjartsýn:
– Ég fann að það var mikill stuðningur við sjónarmiðin sem við lögðum fram. Þetta eru stórar og mikilvægar spurningar, sem eru grundvöllur lýðræðis okkar. Við þurfum því vel ígrundaðar og útfærðar tillögur til Ráðherranefndarinnar. Ég trúi því að við getum náð því eftir fundinn í dag, segir hún og heldur áfram:
– Sem kjörinn fulltrúi og sem einstaklingur sem brennur fyrir tjáningarfrelsi og lýðræði, verð ég áhyggjufull þegar ég heyri hvernig hótanir og hatursfullar yfirlýsingar gegn blaðamönnum hafa stundum haft áhrif á það sem skrifað er og fjallað er um. Við getum ekki sætt okkur við að slíkt eigi sér stað í lýðræðisríkjum okkar. Þessar spurningar þarf að taka alvarlega, ekki síst í umhverfi þar sem bæði tjáningarfrelsi og lýðræðisleg ferli eru í hættu.
Næsti fundur nefndarinnar verður í Ósló í haust.
Mynd: Kathrine Kleveland og Lauri Salo á sumarfundi nefndarinnar í Ábo.