Gagnrýni á jarðefnaorku
Flokkahópur miðjumanna lýsti yfir áhyggjum sínum vegna loftslagsáhrifa gas- og olíuvinnslu og kallaði eftir skýrari áherslu á endurnýjanlega orku og líffræðilegan fjölbreytileika á fundi sjálfbærninefndar Norðurlandaráðs í Stavanger.
Heimsókn sjálfbærninefndar Norðurlandaráðs í gasverið í Kårstø sýndi fram á aukna þörf Evrópu að nýta gasauðlindir Noregs í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu. Þrátt fyrir það voru fulltrúar Flokkahhóps miðjumanna gagnrýnir á losun og sjálfbærni gas- og olíuvinnslubbæði til langs og til skamms tíma.
– Þótt aukin útflutningur á norsku gasi til Evrópu hafi verið nauðsynlegur við núverandi aðstæður og að talið sé að innflutningur á norsku gasi hjálpi Póllandi til að draga úr losun um allt að 70 tonn af CO2 árlega, þá ættu orkuskipti í átt að endurnýjanlegri orkugjöfum að hafa forgang. Sem stjórnmálamenn verðum við að horfa til framtíðar og stýra orkunotkun í aðra átt. Það snýst bæði um sjálfbærni og öryggi, segir Krista Mikkonen frá Flokkahópi miðjumanna.
– Sem aðila að alþjóðasamningi um líffræðilegan fjölbreytileika ber Noregi skylda til að vernda 30% af stærð bæði lands síns og sjávar. Gildi mikilvægra hafsvæða norðurskautsins ná langt út fyrir hagsmuni olíuiðnaðarins, bætir Rebecka Le Moine við.
Áhersla á sjálfbærni og nýtt grænt hagkerfi
Flokkahóður miðjumanna hefur kallað eftir því að norræn stefnumörkun taki einnig mið af sjálfbærri orkuframleiðslu og auknu gagnsæi þegar kemur að notkun og vinnslu jarðefnaeldsneytis.
– Orkuiðnaðurinn er knúinn áfram af eftirspurn. Nýtt grænt hagkerfi er í uppsiglingu, það er aðeins tímaspursmál hvenær vetnisiðnaðurinn, grænar ammoníak og stórar kolefnisbindingarstöðvar (CCS) ná fótfestu, jafnvel í olíu- og gasmiðstöðvum eins og í Stavanger. Við verðum að grípa þessa möguleika – bæði í Noregi og á Norðurlöndum, segir Ola Elvestuen, varaformaður sjálfbærninefndar Norðurlandaráðs.
Á meðan á nefndarfundinum stóð glöddust fulltrúar Flokkahóps miðjumanna yfir metnaðarfullum áætlunum sveitarfélagsins Stavanger um vistvænar lausnir til að takast á við votara og óútreiknanlegra loftslag. Þau áttu jafnframt áhugavert samtal við stjórnendur norska ríkisfjárfestingarsjóðsins Nysnø um möguleikann á víðtækara umboði sem næði einnig til fjárfestinga í þágu líffræðilegs fjölbreytileika. Heimsóknin á tilraunasvæði rafmagnsflugvéla á flugvellinum í Stavanger var mjög vel þegið, enda hefur Flokkahópur miðjumanna undanfarin ár lagt ríka áherslu á aukið samstarf Norðurlandanna á sviði samgangna.
Sjálfbærninefnd Norðurlandaráðs (UHN) kom saman til sumarfundar í Stavanger, Noregi, dagana 23.–25. júní 2025. Frá flokkahópnum tóku þátt (á myndinni frá vinstri): Konsta Lindi (Norðurlandaráði æskunnar, Finnland), Halla Hrund Logadóttir (Framsókn, Ísland), Ola Elvestuen (Venstre, Noregur), Krista Mikkonen (Græningjar, Finnland) og Rebecka Le Moine (Miljö paartiet, Svíþjóð).