Nýjar reglugerðir frá Evrópusambandinu eiga ekki að leiða til nýrra landamærahindranna
Nýjar Evrópusambandsreglugerðir eiga ekki að þurfa að leiða til nýrra landamærahindranna.
Það er málaflokkur sem Flokkahópur miðjumanna vinnur að. Spurning um það kom upp á þingi Noðrurlandaráðs í Reykjavík í dag.
Á fundum miðvikudagsins var á dagskrá fyrirspurnartími norrænu samstarfsráðherrana. Anna Starbrink frá Flokkahópi miðjumanna spurði sænska samstarfsráðherrann Morten Dahlin um samband Norðurlandanna við Evrópusambandið og lagasetningar ESB.
– Þegar nýjar reglugerðir ESB eru innleiddar á norðurlöndunum verður það að gerast á þann hátt að það leiði ekki til nýrra landamærahindranna innan norðurlandanna. Er þetta eitthvað sem Norræna ráðherranefndin ætlar sér að leggja áherslu á samvinnu ykkar?
Ráðherrann svaraði því til að innleiðing reglugerðanna væri ekki á svo ólikan hátt að nýjar landamærahindranir yrðu ti log einnig að það væri líklega ástæða til þess að fara í dýpri samræður um spurningar sem þessar.
Flokkahópur miðjumanna hefur nokkrum sinnum spurt hvernig hægt sé að inleiða reglugerðir Evrópusambandsins svo þær geri okkur ekki erfiðara fyrir með frjálsa för innan norðurlandanna. Árið 2023 lagði Flokkahópur miðjumanna fram skriflega spruningu fyrir komandi kjörtimabil og verðandi framkvæmdastjórnar ESB.
Flokkahópurinn hefur einnig á árinu 2024 sett fram þingmannatillögu um er i vinnslu í forsætisnefnd Norðurlandaráð. Tillagan gefur hugmynd um hvernig Norðurlöndin geti gert samvinnu sína við ESB áþreifanlegri.