Samkomulagið um fjárhagsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar kaupir tíma fyrir menningu og menntun
Málamiðlun Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar um fjárhagsáætlun Norðurlandaráðs fyrir árið 2022 felur í sér að 15,1 miljónum danskra króna, eða um 2 miljónum evra, verður endurúthlutað til menningar, mennta og rannsóknasviða. Í sögulegu samhengi þá er upphæðin há.
Flokkahópur miðjumanna telur þó ólíklegt að málamiðlunin leysi þau stóru vandamál sem skapast vegna fjögurra ára sparnaðaráætlunar sem felur í sér tilfærslu fjármuna frá menningu, menntun og rannsóknum til stuðnings framtíðarsýn ráðherranefndarinnar 2030 um að Norðurlöndin verði samþættasta og sjálfbærasta svæði heims.
– Við erum ekki sátt við niðurstöður samningaviðræðnanna en höfum samt kosið að standa á bak við þá málamiðlun sem náðist. Við vildum fresta stóru endurúthlutuninni alveg með tilliti til afleiðinga heimsfaraldursins á menningarstarfsemina. Það var ekki samþykkt. En við náðum sömu upphæð og fyrirhuguð var sem sparnaður í menningar- og menntageiranum. Þessari upphæð verður nú endurúthlutað af norrænu samstarfsráðherrunum í samvinnu við Þekkingar- og menningarnefnd Norðurlandaráðs, segir Linda Modig, formaður Flokkahóps miðjumanna.
Það eru enn skiptar skoðanir milli Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar um ákveðna norræna starfsemi, eins og Nordjobb, sem við teljum að ætti að útiloka frá niðurskurði. Það er engin langtímalausn komin fyrir þá starfsemi. Málið verður tekið upp aftur í afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.
Loftslagsmálefni krefjast sameiginlegra pólitískra ákvarðana
Árið 2022 er annað árið í röð þegar fjárhagsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar felur í sér sparnað upp á 40 miljónir DKK, um 5,4 miljón evra, sem hefur aðallega áhrif á fjárveitingar til menningar og menntamála. Breytingin er gerð til að endurskipuleggja fjárhagsáætlunina í samræmi við nýja framtíðarsýn sem samþykkt var af Norðurlandaráði árið 2019. Heildarupphæð fjárhagsáætlunar Norðurlandaráðs, u.þ.b. 130 miljón evrur, helst óbreytt.
Flokkahópur miðjumanna telur að hin nýja norræna framtíðarsýn, sem er styrkt með endurskipulagningu vinnunnar við fjárhagsáætlunina, krefjist samnorrænna pólitískra ákvarðana sem ennþá eru ekki til. Til að ná þessum ákvörðunum þarf samningaviðræður, pólitískan vilja og að Norðurlöndin skuldbindi sig til að ná sameiginlegum markmiðum.
– Fjárhæðin sem losnaði með niðurskurði til menningar- og menntamála er of lág til að skipta sköpum í loftslagsmálum. Hinsvegar eru áhrif niðurskurðarins á menningar- og menntamálasamstarf hrikaleg. Málaflokkarnir skapa ávinning fyrir íbúa Norðurlandanna og eru límið í alþjóðlegu samstarfi. Traust á norrænu samstarfi hefur veikst í heimsfaraldrinum – við teljum að nú verði að efla tiltrú þess af krafti og byggja það upp aftur í stað þess að það veikist enn frekar. Besta leiðin til að efla traust á norrænu samstarfi er að það skili ávinningi fyrir íbúana, ekki minnst á öllum þeim landamærasvæðum og landamærastöðvum sem hafa orðið svo illa fyrir barðinu á höftunum sem sett voru í heimsfaraldrinum, segir Linda Modig.