Birt 14.03.2023

Greinaflokkar

Flokkahópur miðjumanna fær íslenskan formann

Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar og fulltrúi Íslanddeildar Norðurlandaráðs hefur verið kjörin nýr formaður Flokkahóps miðjumanna. Hanna Katrin er 18. formaður flokkahópsins og þriðji formaður hans sem kemur frá Íslandi.

Hanna Katrin Friðriksson er hagfræðingur og hefur m.a. starfað við viðskipi og blaðamennsku. Hún var kjörin á Alþingi árið 2016 og er þingflokksformaður Viðreisnar. Viðreisn varð aðili að Flokkahópi miðjumanna árið 2017.

Flokkahópur miðjumanna fagnar 40 ára afmæli í ár. Formannskosningin fór fram á fundi flokkahópsins í Reykjavík 13. mars 2023 í tengslum við þemaþing Norðurlandaráðs.