Birt 09.04.2024

Greinaflokkar

Hanna Katrín Friðriksson endurkjörin formaður Flokkahóps miðjumanna

Jouni Ovaska var kjörinn nýr varaformaður hópsins.

Hanna Katrín er þingmaður Viðreisn á Alþingi. Hún hefur átt sæti í Norðurlandaráði og forsætisnefnd þess frá síðustu alþingiskosningum á Íslandi árið 2021. Hún hefur verið formaður Flokkahóps miðjumanna síðan í október 2022.

Jouni Ovaska situr á finnska þinginu fyrir finnska Centern og hefur átt sæti í Norðurlandaráði síðan 2019, fyrst sem fulltrúi í Norrænu þekkingar- og menningarnefndinni og síðan í forsætisnefnd Norðurlandaráðs.

Jeppe Søe frá Moderaterne í Danmörku og Lars-Christian Brask frá Liberal Alliance í Danmörku voru kjörnir nýir í stjórnin Flokkahóps miðjumanna.

Kosningarnar fóru fram á vorfundi Flokkahóps miðjumanna í Þórshöfn 8. apríl.