Birt 04.11.2024

Norræn stuðningur við Úkraínu mikilvægur

Á þriðjudaginn talaði forseti Úkraínu Volodomyr Zelenskyj til þingmanna Norðurlandaráðs.

-Ómetanlegt að við getum sýnt Úkraínu stuðning okkar, segir Hanna Katrín Friðriksson formaður Flokkahóps miðjumanna.

Á þriðjudaginn stóð til að þing Norðurlandaráðs yrði sett með hefðbundnum hætti með fundi forsætisráherra norðurlandanna. Í ár tók einnig þátt forseti Úkraínu, Volodomyr Zelenskyj. Það varð gott tækifæri fyrir Norðurlöndin öll að sýna stuðning sinn til Úkraínu fyrir baráttuna gegn árásarstríði Rússa.

-Það er ómetanlegt að við getum sýnt stuðning okkar á þennan hátt. Norðurlandaráð er ekki félagsskapur með hernaðarlegan mátt. En saman sköpum við eina þéttustu lýðræðissamvinnu milli grannríkja í veröldinni. Lýðræðið er miðlægt og því verðum við að standa vörð fyrir Úkraínu. Stuðningur okkar er af öllu hjarta segir forðmaður Flokkahóps miðjumanna Hanna Katrín Friðriksson.

Strax eftir að Rússar hófu árásarstríð sitt í Úkraínu sýndi Flokkahópur miðjumanna stuðning sinn við Úkraínu. Einnig var Norðurlandaráð frá upphafi skýrt með stuðning sinn við Úkraínu.

Zelenskyj  forseti talaði til Norðurlandaráðsins alls og það vill Hanna Katrín meina að hafi verið mikilvægt.

-Það sýnir hið mikla traust Úkraínu til Norðurlandanna. Ég tel að við þurfum mikið traust milli hverra annarra á þessum tímum. Einmitt núna er það traust akút og við þurfum áfram að vera styðjandi. Þegar fram líða stundir munum við vinna saman á friðartímum, ég er sannfærð um að það sé markmiðið beggja þjóðanna.

Margir aðildarflokkar Flokkahóps miðjumanna hafa þétt samband við stjórnmálaflokk Zelenskyj forseta og er það nokkuð sem við viljum hlúa að.