Það er lýsandi að samgönguráðherrarnir hittist í Reykjavík þegar við hittumst í Ósló
Samgöngumál voru efst á baugi hjá Flokkahópi miðjumanna í Norrænu hagvaxtar- og þróunarnefndinni á Norðurlandaráðsþinginu í Ósló.
Kjell-Arne Ottósson, formaður nefndarinnar, spurði norrænu samstarfsráðherrana um ráðherranefnd um samgöngumál sem marg oft hefur verið beðið um.
– Samgönguráðherrar Norðurlanda eiga fund í Reykjavík en við hittumst í Ósló. Það segir mikið um hvernig samtalið fer fram.
Kjell-Arne Ottósson telur tímabært að ríkisstjórnir Norðurlanda setji á fót ráðherranefnd um samgöngumál.
– Allt Norðurlandaráð er sammála um nauðsyn ráðherranefndar um samgöngumál. Það eru allar norrænu ríkisstjórnirnar nema sú sænska sammála um. Það er afar mikilvægt að ríkisstjórnir Norðurlanda þrýsti nú á Svíþjóð til að stofnuð verði ráðherranefnd um samgöngumál og stafræna væðingu.
Auk þess að benda á nauðsyn ráðaherranefndar um samgöngumál hefur Flokkahópur miðjumanna lagt fram tillögu um norrænt sjónarmið í samgönguáætlunum landanna. Það þýðir í raun og veru að Norðurlöndin verða að hafa meira samráð við gerð samgönguáætlana sinna og vill Flokkahópurinn miðjumanna að ráðherranefndin geri forgangslista yfir þær landamærahindranir sem vinna gegn norrænni samþættingu.
– Það þarf meira samstarf um innviði á Norðurlöndum. Að rífa niður hindranir og þannig að gera fólki og fyrirtækjum kleift að ferðast og starfa á auðveldari máta á Norðurlöndum er eitt mikilvægasta markmið Flokkahóps miðjumanna í starfi Norðurlandaráðs. Þess vegna leggjum við til að Norræna ráðherranefndin geri lista yfir landamærahindranir innviða sem yrðu nýttar við gerð samgönguáætlana og við rannsóknir á landsvísu, segir Kjell-Arne Ottosson.
Fullur stuðningur var við tillöguna í Norrænu hagvaxtar- og þróunarnefndinni. Nú er komið að Norrænu ráðherranefndarinni að svara.
Í 1. grein Helsinki-sáttmálans er kveðið á um að Norðurlöndin eigi að hafa samvinnu um flutninga.
Mynd: Kjell-Arne Ottosson, myndataka: Stine Østby/Norden.org