Birt 12.12.2023

Greinaflokkar

Kallað eftir fyrirbyggjandi norrænu ESB samstarfi

Flokkahópur miðjumanna krefst áþreifanlegra aðgerða í tengslum við norrænt ESB samstarf. Með virku ESB samstarfi má koma í veg fyrir landamærahindranir og byggja upp bandalag um betri Evrópu.

Í júní byrjun 2023 sendi Flokkahópur miðjumanna ríkisstjórnum norðurlandanna skriflega spurningu um það hvernig þau hyggðust vinna saman vegna áætlunar nýrrar framkvæmdastjórnar ESB. Í sameiginlegu svari ríkisstjórnanna segir meðal annars að í flestum Evrópumálum dugi norræn bandalög ekki til og að röksemdafærslan í sameiginlegu innleggi ætti ávalt að vera evrópsk – ekki norræn.

Norrænu ríkisstjórnirnar svara því enn fremur að Norðurlöndin ættu fyrst og fremst að ræða hvaða gildi og málefni þau vilji sameinast um að leggja fram og að hin sameiginlegu norrænu skilaboð verði valin út frá sameiginlegum norrænum hagsmunum og með tilliti til þess að þau skilaboð styrki Norræn áhrif á ESB.

Í svarinu kemur einnig skýrt fram að öflugra norrænt samstarf, bæði á frumstigi og í innleiðingarfasa tilskipana ESB, myndi gagnast Norðurlöndunum. Í svarinu segir að markvissari samræming væri betri leið en að leysa úr málunum í hverju tilviki fyrir sig. Í svarinu eru Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin nefnd sem aðilar sem geta greint málefni og áherslur sem eru norrænu samstarfi hagfelld og æskileg.

– Við erum ánægð með að ríkisstjórnirnar sjái þörfina fyrir norrænt ESB samstarf. Við erum hins vegar óánægð með hve samræming þeirra er óvirk. Ríkisstjórnirnar segja að Norðurlönd séu ekki fastur liður í ESB-samstarfinu og að Norðurlandaráð eða Norræna ráðherranefndin ættu að tilgreina sérstaklega þau mál sem hafa norræna skírskotun. Þær setja ábyrgðina yfir á okkur, jafnvel þó að hvorki Norðurlandaráð né Norræna ráðherranefndin hafi umboð til að endurskoða reglugerðir ESB með það fyrir augum að snúa aftur með bindandi tilmæli, segir Jouni Ovaska hjá Flokkahópi miðjumanna, sem er núverandi talsmaður Forsætisnefndar Norðurlandaráðs um ESB.

– Flokkahópur miðjumanna hefur um árabil unnið að markvissara norrænu ESB samstarfi. Við fullyrðum að mjög lítið hefur gerst á því sviði. Það er ekki er nóg að stjórnvöld viðurkenni að málefnið sé mikilvægt. Það er þörf á áþreifanlegum aðgerðum! segir Anna Starbrink sem verður nýr talsmaður Forsætisnefndarinnar um ESB árið 2024.

Árið 2014 lagði Flokkahópur miðjumanna til að það land sem fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni hverju sinni ætti kerfisbundið að skima væntanlegar reglugerðir ESB og forgangsraða þeim út frá áætluðu mikilvægi tilskipananna fyrir frjálsa för á Norðurlöndum.

Árið 2015 lagði Flokkahópur miðjumanna til að stofnuð yrði sameiginleg ESB skrifstofa fyrir Norðurlandaráð og Norrænu ráðherranefndina. Niðurstaðan varð tilraunatímabil fyrir skrifstofu Norðurlandaráðs en umboð hennar rennur út um áramótin 2023-24.

Tímalínu ESB-starfs Flokkahóps miðjumanna má lesa hér.

Mynd: norden.org/Creative Commons