Kjell-Arne Ottosson

Birt 27.01.2022

Greinaflokkar

Kjell-Arne Ottosson og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir kosin í stjórn Flokkahóps miðjumanna

Flokkahópur miðjumanna í Norðurlandaráði viðhafði aukakosningar í stjórn flokkahópsins vegna breytinga í sænsku sendinefndinni og vegna alþingkosninganna á Íslandi.

Kjell-Arne Ottosson er þingmaður Kristilegra demókrata í Svíþjóð. Hann er fyrrum formaður Norrænu þekkingar- og menningarnefndarinnar og á nú sæti í Norrænu hagvaxtar- og þróunarnefndinni.

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins. Hún á sæti í Norrænu sjálfbærninefndinni.

Kjörið fór fram á fyrsta fundi ársins í Flokkahópnum sem fór fram með stafrænum hætti 24. janúar.