Birt 04.11.2022

Nútímavæðum Helsingforssamninginn

Klukkan 20:00 á dönskum tíma á kjördegi þar í landi, þann 1. nóvember, missti Bertel Haarder kjörgengi sitt í Norðurlandaráði. En hann fékk samt að tala þar. Með sín 45 ár að baki í norrænu samstarfi, notaði Bertel tækifærið og sendi framtíðar kveðju á sínu síðasta þingi sem þingmaður: Nútímavæðum Helsingforssamninginn!

Helsingforssamningurinn er „undirstaða“ norræns samstarfs, hann var undirritaður var 23. mars 1962, tíu árum eftir stofnun Norðurlandaráðs. Samningnum hefur verið breytt átta sinnum en það er orðið langt síðan það var gert síðast og er orðið löngu tímabært, telja Bertel Haarder og Flokkahópur miðjumanna.

– Það er eiginlega þversagnarkennt að í vinnu Norðurlandaráðs, eins og hún er skipulögð nú, skuli ekki vera gert ráð fyrir því að utanríkis- og varnarstefna er orðin þungamiðja samstarfsins. Nauðsynlegt er að gera stefnumótunarstarf um þessi málefni formfastara.

Norðurlandaráð var stofnað í skugga síðari heimsstyrjaldarinnar og hefur æ síðan starfað í þeirri   landfræðilegu og pólítísku legu sem að vissu leyti má segja að séu mót austurs og vesturs. Í því umhverfi hafa Norðurlöndin staðið vörð um lýðræði, tjáningarfrelsi, styrkingu og samvinnu.

Að Flokkahópur miðjumanna veki upp spurninguna um nútímavæða Helsingforssamninginn er ekkert nýtt. Síðastliðið vor tók formaður flokkahópsins, Linda Modig, málefni samningsins upp í skriflegri fyrirspurn. En þörfinni fyrir umræðu um samninginn hefur fylgt umræða um landamærahindranir og réttindi norðurlandabúa. Nú er komin upp algjörlega ný staða í öryggismálum vegna inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í NATO.

Verði samningnum breytt munu verða margar skoðanir á því á hvaða hátt það verði. Það þarf að taka tillit til hagsmuna hvers og eins hinna norrænu ríkja. Öryggið sem felst í að halda Norðurlöndunum saman án þess að skapa óeiningu er mikilvægt fyrir Flokkahóp miðjumanna. Og með það í huga þarf norrænt samstarf að þróast áfram, telur Bertel Haarder:

-Þetta er sögulegt þing. Þetta er sögulegt ár. Nú verðum við að nýta aflið sem við finnum svo greinilega fyrir á þessu Norðurlandaráðsþingi í Helsingfors.

Bertel Haarder hefur setið á danska þinginu mjög lengi og hefur í gegnum tíðina verið góður liðsmaður norrænnar samvinnu. Meðal annars hefur hann verið danskur samstarfsráðherra norðurlandanna. Með nýafstöðnum kosningum í Danmörku yfirgefur hann danska þingið og Norðurlandaráð. Í september á þessu ári hlaut hann heiðursmerki Eystrasaltsþingsins fyrir ötula og langvarandi vinnu sína við að efla samstarfið á milli Norðurlandaráðs og Eystrasaltsþingsins

Aðrir meðlimir Flokkahóps miðjumanna töluðu einnig á fundinum um nauðsyn þess að nútímavæða Helsingforssamkomulagið, m.a. Anna Starbrink frá Svíþjóð og Jouni Ovaska frá Finnlandi.

Norðurlandaráðsþing var haldið í Helsinki 1.-3. nóvember 2022.