Samþykktir
Samþykktir fyrir Flokkahóp miðjumanna í Norðurlandaráði
Samþykkt á ársfundi í Ósló 28. janúar 2002. Breytingar samþykktar á ársfundi í Stavanger 14. apríl 2007. ATH! Nýjustu breytingarnar á § 2 meðlimir, voru samþykktar á hópfundinum í Stokkhólmi 23. janúar 2023. Þær breytingar hafa ekki enn verið tilkynntar til þar til bærra yfirvalda.
1. § Nafn, varnarþing og tilgangur
§ 2 Meðlimir
§ 3 Stjórn
§ 4 Stjórnarkjör annarra stjórnarmeðlima
§ 5. Prókúruhafar samtakanna
§ 6 Reikningstímabil og endurskoðun
§ 7 Félagsfundir
8. § Fundarboð félagsfunda
9. § Hefðbundnir fundir
§ 10 Kosningar í Norðurlandaráði
§ 11 Skrifstofan
§ 12 Breyting á samþykktum og slit samtakanna
§ 1 Nafn, varnarþing og tilgangur
Nafn samtakanna er Flokkahópur miðjumanna í Norðurlandaráði, Mittengruppen i Nordiska rådet rf, Pohjoismaiden søjæt keskiryhmä ry.
Varnarþing samtakanna er í Helsinki.
Samtökin voru stofnuð til að kynna sameiginleg gildi félagsmanna sem og pólitísk markmið innan nefnda og á meðal þingmanna Norðurlandaráðs. Megintilgangur starfseminnar er að efla sýn Flokkahóps miðjumanna á norrænt samstarf á þeim sviðum þar sem Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin starfa. Helstu starfsform eru fundir sem skipulagðir eru í tengslum við fundi Norðurlandaráðs, svo og málstofur og aðrir þekkingaruppbyggjandi fundir.
§ 2 Meðlimir
Aðilar að Norðurlandaráði úr eftirfarandi flokkum geta gerst meðlimir í samtökunum: Radikale Venstre, Venstre, Liberal Alliance og Moderaterne (Danmörku), Sambandsflokknum og Sjálvstýrisflokknum (Færeyjum), Atassut og Kandidatförbundet (Grænlandi), Suomen Keskusta, Suomen Kristillisdemokratit, Svenska Folkpartiet og Gröna Förbundet /Vihreä Liitto (Finnland), Liberalerna á Ålandseyjum, Áländsk Center, Åländsk framtid og Hållbart initiativ (Álandseyjar), Framsóknarflokkurinn, Viðreisn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins (Ísland), Kristelig Folkeparti, Senterpartiet och Venstre (Noregi) og Centerpartiet, Liberalerna, Kristdemokraterna och Miljöpartiet (Svíþjóð).
Samtökin geta einróma kosið um aðild flokks eða einstaks fulltrúa í Norðurlandaráði sem ekki tilheyrir einhverjum hinna fyrrgreindu flokka ef sá síðarnefndi óskar eftir því á grundvelli laga og stjórnmálastefnu samtakanna.
Starfsemi samtakanna er fjármögnuð með stuðningi frá Norðurlandaráði til flokkahópa. Félagsmenn greiða engin félagsgjöld.
§ 3 Stjórn
Stjórnin fer með málefni samtakanna en í henni sitja formaður og allt að átta aðrir fastir félagsmenn sem allir eru kosnir á aðalfundi.
Í stjórninni eiga sæti:
Formaður
Varaformaður
Að minnsta kosti einn og allt að átta aðrir meðlimir.
Meginreglan er sú að í stjórninni sitja tveir fulltrúar frá Svíþjóð, tveir frá Noregi, tveir frá Danmörku, tveir frá Finnlandi, einn frá Íslandi, auk sameiginlegs stjórnarmanns frá sjálfstjórnarsvæðunum Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum. Miðjuflokkarnir, frjálslyndir, Kristilegir demókratar og umhverfisflokkar verða að eiga fulltrúa í stjórninni.
Kjörstjórn, sem undirbýr stjórnarkjör fyrir vorfund, skal vera þannig skipuð: Einn fulltrúi frá hverju landi, tilnefndir af sendinefndirnar sjálfum, auk eins fulltrúa frá sjálfstjórnarsvæðum Grænlands, Færeyja og Álandseyja, sem þau tilnefna sameiginlega.
Kjörtímabil stjórnar er milli árlegra aðalfunda.
Stjórnin kýs sér varaformann og tilnefnir ritara innan eða utan stjórnarinnar.
Stjórnin kemur saman þegar formaður boðar til fundar eða varaformaður í forföllum formanns, þegar hún telur þess þörf eða þegar að minnsta kosti helmingur stjórnarmanna krefst þess.
Stjórn er ályktunarbær þegar minnst helmingur stjórnarmanna, þar með talinn formaður eða varaformaður, er mættur. Atkvæði ráðast með einföldum meirihluta. Falli atkvæði jafnt ræður atkvæði formanns en komi til kosninga ræður hlutkesti. Komi til kosninga má óska eftir leynilegri atkvæðagreiðslu.
§ 4 Stjórnarkjör til uppfyllingar
Losni sæti í stjórn er hægt að kjósa á hópfundi til að manna það
§ 5 Prókúruhafar samtakanna
Prókúruhafar samtakanna eru formaður, varaformaður eða ritari.
Formaður stýrir fundum samtakanna og stjórnarinnar, kemur fram fyrir hönd samtakanna í Norðurlandaráði og að öðru leyti út á við og fer með yfirstjórn skrifstofu félagsins. Í forföllum formanns tekur varaformaður stjórnar við.
§ 6 Reikningstímabil og endurskoðun
Reikningstímabil samtakanna er almanaksárið.
Ársreikningnum ásamt nauðsynlegum gögnum og ársskýrslu samtakanna skal skila til endurskoðenda eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalfund. Endurskoðendur skulu skila áliti sínu skriflega til stjórnar eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund.
§ 7 Félagsfundir
Félagið heldur tvo reglulega fundi á ári.
Vorfundur félagsins er haldinn á tímabilinu janúar til maí og haustfundur á tímabilinu september til desember á dagsetningum sem stjórnin ákveður.
Aukafundur er haldinn þegar félagsfundur ákveður það eða þegar stjórn telur ástæðu til eða þegar minnst tíundi hluti (1/10) atkvæðisbærra félagsmanna óskar þess skriflega frá stjórn fyrir sérstaklega tiltekið.
§ 8 Fundarboð
Stjórn skal boða til félagsfunda eigi síðar en sjö dögum fyrir fund með því að senda hverjum félagsmanni fundarboð með tölvupósti.
§ 9 Reglulegir fundir
Á vorfundi félagsins eru eftirfarandi mál tekin fyrir:
- Fundur settur
- Kosning fundarstjóra, fundarritara, tveggja yfirlesara fundargerðar og ef þörf krefur, tveggja talningarmanna atkvæða.
- Lögmæti og ályktunarhæfi fundarins staðfest
- Dagskrá fundarins samþykkt
- Ársreikningur, ársskýrsla og skýrsla endurskoðenda lögð fram
- Ársreiknigur lagður fram til samþykktar og stjórn og aðrir ábyrgðarmenn leystir undan ábyrgð þar að lútandi.
- Kosning formanns og annarra stjórnarmanna
- Val á endurskoðanda
- Önnur mál sem fram koma í fundarboði
Á haustfundi félagsins eru eftirfarandi mál tekin fyrir:
- Fundur settur
- Kosning fundarstjóra, fundarritara, tveggja yfirlesara fundargerðar og ef þörf krefur, tveggja talningarmanna atkvæða.
- Lögmæti og ályktunarhæfi fundarins staðfest
- Dagskrá fundarins samþykkt
- Starfsáætlun og fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár samþykkt
- Önnur mál sem fram koma í fundarboði
Óski félagsmaður eftir að mál fái meðferð á aðalfundi félagsins ber honum að tilkynna það skriflega til stjórnar með góðum fyrirvara svo hægt sé að geta þess í fundarboði.
§ 10 Kosningar í Norðurlandaráði
Fyrir kosningar í forsætisnefnd og nefndir ráðsins á ársþingi er tillaga Mittengruppen um fulltrúa ákveðin.
§ 11 Skrifstofan
Á skrifstofu félagsins eru framkvæmdastjjóri og pólitískra ritara, sem eru ráðnir af formanni hópsins eða aðalritara. Starfi skrifstofunnar er stýrt undir yfirstjórn stjórnarformanns af framkvæmdastjóra.
§ 12 Breyting á samþykktum og slit félagsins
Breytingar á samþykktum þessum má gera á aðalfundi með 2/3 hluta greiddra atkvæða. Tillögur um breytingar á samþykktum skulu kynntar félagsmönnum að minnsta kosti 14 dögum fyrir fund.
Við slit félagsins skulu eignir félagsins notaðar til að stuðla að framgangi málefna sem stuðla að tilgangi félagsins á þann hátt sem sá félagsfundur sem tekur ákvörðun um slitin tekur ákvörðun um.