Starfsáætlun
Starfsáætlun Flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði 2025
Aðalmarkmið Flokkahóps miðjumanna er að efla hreyfanleika milli Norðurlandanna. Að lönd okkar tengist saman er sérstaklega mikilvægt til að styrkja sameiginlegt öryggi okkar.
Við vinnum í nefndum Norðurlandaráðs og á okkar eigin þjóðþingum til að stuðla að markmiðum okkar.
Fundarstaðir og fundartímar
24. febrúar, Danmörk
31. mars, Finland, aðalfundur (ársreikningar 2024, kosningar formanns og stjórnar)
15. september, Noregur
27. október, Svíþjóð, ákvörðunarfundur (fjárhagsáætlun og starfsáætlun fyrir árið 2025)
ESB-, erlend-, öryggis- og varnarmálastefna (Forsætisnefndin)
Sameiginlegt öryggi og viðbúnaður Norðurlanda ásamt þéttara norrænu samstarfi innan ESB eru í brennidepli árið 2025.
Flokkahópur miðjumanna telur að það sé afar mikilvægt að Norðurlöndin samræmi aðgerðir sínar á öllum alþjóðlegum vígstöðvum, sérstaklega innan SÞ og ESB. Þetta snýr að samstöðu: að við styðjum hvort annað, þegar það er mögulegt er, í öllum málum þar sem einstök lönd hafa sérhagsmuni. Og sérstaklega að við vinnum ekki gegn hvort öðru. Þetta sendir skýr skilaboð um að við stöndum saman, sem eykur einnig trúverðugleika okkar á öryggismálasviðinu.
Við viljum styrkja hið sameiginlega öryggi með því að gera sameiginlegt norrænt stöðumat. Við teljum að norrænt samstarf innan ESB sé mikilvægt svo að svæði Norðurlandanna fyrir frjálsa för haldi sinni sérstöðu innan evrópsku heildarinnar. Við viljum tryggja frjálsa för varnings, vinnandi fólks og auðlinda yfir landamæri Norðurlandanna.
Komandi framkvæmdastjórn ESB leggur mikla áherslu á viðbúnað og samfélagsöryggi. Skýrsla fyrrverandi forseta Finnlands, Sauli Niinistö, á þessu sviði mun verða afar áhugaverð, en einnig “White Paper on the Future of European Defence” sem kemur út í byrjun nýs kjörtímabils ESB. Norðurlöndin í evrópsku samhengi hafa mikið að bjóða á þessum sviðum.
Flokkahópur miðjumanna vill einnig að Norðurlöndin leggi sameiginlega lóð sín á vogarskálarnar að New European Internal Security Strategy. Það snýst um samvinnu gegn glæpum: sameiginlegum eftirlýsingum, að styrkja evrópska saksóknara og að hafnarsamstarfi.
Norræna hagvaxtar– og þróunarnefndin (UVU)
Flokkahópur miðjumanna vill styrkja sjálfbærni og samkeppnishæfni Norðurlandanna. Við teljum að nánara norrænt samstarf skapi fleiri störf, dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda og auki verðmætasköpun.
Árið 2025 mun Flokkahópur miðjumanna einbeita sér sérstaklega að þremur sviðum: samstarfi á sviði orkumála, meiri og betri stafrænni þjónustu og grænni samgöngum.
Til að Norðurlöndin geti náð markmiðum sínum um sjálfbærara svæði er betra samstarf lykilatriði. Flokkahópurinn mun vinna að því að ráðherraráð fyrir samgöngur verði stofnað og að ferðamöguleikar og flutningar yfir landamæri verði einfaldari og sjálfbærari. Flokkahópurinn mun einnig vinna að bættri samvinnu varðandi reglugerðir í greinum eins og námuvinnslu og ferðaþjónustu.
Innrás Rússlands í Úkraínu og hagræðing á orkumarkaðinum hefur skapað mikla óvissu í Evrópu. Flokkahópurinn telur að það sé mikilvægara en nokkru sinni fyrr að standa sameinuð í orkusamstarfi og þróa aukna afkastagetu fyrir sjálfbæra orku.
Flokkahópur miðjumanna vill einnig meiri stafræna samþættingu milli Norðurlandanna. Við munum því koma með og styðja tillögur um lausnir sem bjóða íbúum betri opinbera og einkarekna stafræna þjónustu um allt svæðið, stuðla að hagstæðari og einfaldari skattasamningum fyrir íbúa sem búa og vinna yfir landamæri, og vinna að samræmdri norrænni þróun á gervigreind (AI).
Norræna sjálfbærninefndin (UHN)
Flokkahópur miðjumanna mun fylgjast með því hvernig hið norræna samstarf knýr áfram alþjóðaáætlun um nýjan loftslagssamning eftir Parísarsamkomulagið. Við munum leggja okkar lóð á vogarskálarnar fyrir sameiginlega norræna stefnu til að hrinda í framkvæmd samningnum um hnattrænan líffræðilegan fjölbreytileika og BBNJ-samningnum („Biodiversity beyond national jurisdiction“). Á heimsvísu er skortur á ferskvatni, en á Norðurlöndum þurfum við að bregðast við á stefnumótandi hátt til að stjórna vatnsauðlindum á sjálfbæran hátt.
Flokkahópur miðjumanna mun leggja áherslu á nauðsyn sameiginlegra skilgreininga fyrir vinnu við innleiðingu samningsins um líffræðilegan fjölbreytileika og hvernig mannréttindi og aukin þörf fyrir auðlindanýtingu tengjast málefnum líffræðilegs fjölbreytileika.
Árið 2025 markar undirbúning fyrir samningaviðræður um nýjan loftslagssamning sem þarf að viðhalda, og helst auka metnað til að draga úr losun og flýta fyrir grænni umbreytingu á heimsvísu. Norðurlönd skulu sameiginlega vera í fararbroddi með mikinn metnað, leiða með fordæmum og breyta áskorunum í tækifæri. Flokkahópurinn gerir tillögur til að skapa hvata til auknar kolefnisbindingar á Norðurlöndum, samtímis því að vinna að notkun endurnýjanlegra efna í stað efna með meiri koltvísýringslosun.
Flokkahópur miðjumanna mun hafa frumkvæði að stefnumótandi umræðu Evrópuþingsins um (fersk)vatnsauðlindir og leitast við að hafa áhrif á viðmið frá ESB varðandi málið.
Norðurlönd eru leiðandi í hringrásarhagkerfinu og bæði á því sviði og í líftækni er ástæða fyrir Norðurlöndin að styðja sameiginlegar aðgerðir og löggjöf sem stuðlar að sjálfbærri nýsköpun og heldur svæðinu okkar lífvænlegu.
Norræna þekkingar- og menningarnefndin (UKK)
Flokkahópur miðjumanna telur að menning og menntun séu grundvallaratriði fyrir samheldni Norðurlanda. Á þessum sviðum fer fram stór hluti þverþjóðlegs samstarfs á milli fólks.
Þar af leiðandi eru menning og menntun afar mikilvæg fyrir möguleikann á að ná framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir 2030. Í núverandi aðstæðum á alþjóðavísu er líka mikilvægt að muna að menning og þekking eru einnig form af viðbúnaði. Hér má finna styrk fyrir hið andlega varnarkerfi fólks sem er nauðsynlegt á órólegum tímum.
Á árinu 2025 mun flokkahópurinn halda áfram að fylgjast með málum er varða tungumálaskilning, samstarf á sviði menntunar og rannsókna og líflegt menningarlíf á Norðurlöndum. Norrænt samstarf skal einnig halda áfram að beina sjónum sínum út á við og gera norræna menningu aðgengilega, meðal annars með því að viðhalda og standa vörð um verðlaun Norðurlandaráðs, þannig að þau framlög sem hljóta verðlaunin verði almenningi til góðs.
Eitt af forgangsmálum ársins er að kanna hvernig aukið samstarf getur lagt grunninn að því að skólar og menntastofnanir á Norðurlöndum styrki gæði menntunar. Snúa þarf við þróuninni í lækkandi niðurstöðum Pisa-rannsóknanna þarf að snúa við. Einnig þarf að auka aðdráttarafl fyrir námsmenn til að sækja um námskeið og nám í öðrum norrænum löndum.
Á menningarsviðinu er mikilvægt að viðhalda góðum skilyrðum fyrir samstarf yfir landamæri norrænna þjóða. Þess vegna mun umræðan um fjármál vera áfram á dagskrá, þrátt fyrir að niðurskurður í útgjöldum til menningar- og menntamála hafi verið stöðvaður. Flokkahópur miðjumanna er enn þeirrar skoðunnar að ekki eigi að fara í frekari niðurskurð á þessu sviði.
Norræna velferðarnefndin (UVN)
Flokkahópur miðjumanna vinnur að öflugu og skilvirku norrænu samstarfi á sviði velferðar, heilsu og jafnréttis.
Við viljum samræma réttindi í almannatryggingakerfinu um öll Norðurlöndin til að auðvelda atvinnu yfir landamæri. Við viljum einnig vinna saman á norrænum vettvangi varðandi meðferð á langtíma COVID. Á heilbrigðissviðinu vinnur Flokkahópur miðjumanna að því að samræma rafræna heilbrigðisþjónustu svo að borgarar Norðurlanda geti nýtt lyfseðla, tilvísanir og lyf á öllum Norðurlöndunum.
Flokkahópur miðjumanna vill einnig einbeita sér að jafnréttis vandamálum á Norðurlöndum. Við viljum berjast gegn kúgun, ofbeldi og óöryggi, tryggja meira gagnsæi varðandi kynjamun í launum og stjórnunar hlutverkum og vinna gegn erfiðri stöðu barna og ungmenna.
Flokkahópur miðjumanna vill að Norðurlöndin leiti nýrra verkfæra til að berjast gegn öfgahyggju og að tillögur skýrslunnar “þróun hægriöfga á Norðurlöndum frá 1918 til 2024”, og sem fjármögnuð var af Norrænu ráðherranefndinni, verði innleiddar og fjármagnaðar. Flokkahópur miðjumanna styður einnig þekkingarmiðlun á þessu sviði til að geta verið í fararbroddi við þróun nýrra aðferða og stuðla að því að auðvelda frumkvæði og starfshætti sem geta komið í veg fyrir og barist gegn hægri öfgahyggju. Þannig getum við viðhaldið því trausti sem gerir norræn samfélög einstök og heldur þeim saman.
Landamærahindranefndin
Að lágmarka landamærahindranir á Norðurlöndum er eitt af þeim verkefnum sem skilar mestum ávinningi í daglegu lífi fyrir íbúa Norðurlanda. Að fólk geti án erfiðleika starfað eða ferðast yfir landamærin, verslað eða rekið fyrirtæki yfir landamæri er að mörgu leyti kjarninn í norrænu samstarfi. Og metnaðurinn þegar kemur að aðgerðum gegn landamærahindrunum þarf að aukast.
Á síðustu árum hefur mikilvægt starf verið unnið gegn landamærahindrunum milli Norðurlandanna. Náið samstarf milli Landamærahindranefndar Norðurlandaráðs og Landamærahindranaráðs Norrænu ráðherranefndarinnar er mikilvægt fyrir árangursríka vinnu.
Fyrir Flokkahóp miðjumanna skiptir miklu máli að góðir fulltrúar eigi áfram sæti í Landamærahindranefndinni. Það er grunnur góðrar vinnu til að, á virkan hárr, minnka landamærahindranirnar.
Til að vinna gegn landamærahindrunum á árangursríkan hátt er mikilvægt að til séu verkfæri sem virka. Annars vegar þau þinglegu, með möguleikanum á að leggja fram tillögur, spyrja stjórnirnar spurninga og hafa áhrif á skoðanir, og hinsvegar tengslin við stofnanir og fyrirtæki sem varða landamærahindranir. En það er einnig mikilvægt að hindranirnar séu vel skráðar og þeim landamærahindrunum sem fyrir eru sé fylgt eftir. Niðurstöðuskýrslur eru einnig mikilvægar svo hægt sé að sýna fram á þá vinnu sem unnin er. Fyrir Flokkahóp miðjumanna er það aðalatriði að ná fram raunverulegum árangri.
Þróunarvinnuna sem unnin hefur verið til að vinna gegn landamærahindrununum ætti að meta og vinna áfram á virkan hátt með því að finna nýjar vinnuaðferðir sem geta aukið skilvirkni í þeirri vinnunni, bæði hvað varðar starfsemi Landamærahindranefndarinnar og í tengslum við Landamærahindranaráðið, aðrar ráðherranefndir og vinnu ríkisstjórnanna.