Birt 27.04.2023

Greinaflokkar
Lykilorð

Vilja að Norðurlöndin verði leiðandi vindorkusvæði

Norðurlönd ættu að verða leiðandi afl í vindorku á hafi úti. Það leggur Flokkahópur miðjumanna til í nýafgreiddri þingmannatillögu til Norðurlandaráðs.

Að mati Flokkahóps miðjumanna, sem hefur lagt fram þingmannatillögu um málið til Norðurlandaráðs, ætti að vera staðfest að víða á Norðurlöndum er mikill áhugi á að koma upp aðstöðu fyrir vindorkuver á hafi úti. Markmið tillögunnar er meðal annars það að Norðurlöndin geti í ríkara mæli lagt sitt af mörkum til grænna umskipta í okkar hluta Evrópu. Á sama tíma eru áskoranir fyrir ný verkefni, bæði tæknileg og lagaleg.

Flokkahópur miðjumanna dregur fram nokkur atriði í tilögunni sem snúa að hluta til um að straumlínulaga norræna leyfisveitingaferlið og að hluta til um að efla stefnumótandi samstarf innlendra raforkufyrirtækja. En einnig leggur flokkahópurinn áherslu á á að samstarf háskóla og framhaldsskóla verði eflt og að Norræna ráðherranefndin safni saman og dreifi bestu aðferðafræði sem völ er á og leggi þannig sitt af mörkum til að deila góðu fordæmi.

Það má segja að vindorka á hafi úti geti einnig lagt grunn að aukinni vetnisframleiðslu á Norðurlöndum. Meðal annars á þessu sviði hefur ESB mikinn metnað og þörfin fyrir vetni er mikil í flestum Evrópulöndum.