Birt 09.06.2023

Greinaflokkar

Áhyggjur vegna nýrra næringarráðlegginga

Þann 20. júní nk. verða kynntar nýjar norrænar næringarráðleggingar. Flokkahópur miðjumanna vonast til að það sem lagt verði fram fái stuðning og leiði ekki til óvissu í viðkomandi atvinnugreinum.

Síðastilið vor lagði Flokkahópur miðjumanna fram skriflega fyrirspurn til Norrænu ráðherranefndarinnar varðandi vinnuna við norrænu næringarráðleggingarnar.  Spurningin sneri meðal annars að því hvernig ferlið við gerð hinna nýju tilmæla hefði gengið fyrir sig og einnig var bent á áhyggjur sem fjölmörg fagsamtök norrænna matvælaframleiðenda hafa lýst yfir varðandi ferlið. Nú hefur ráðherranefndin svarað. Í svarinu er útskýrt nánar hvernig ferlið hefur gengið fyrir sig.

Ein þeirra sem undirritaði skriflegu fyrirspurnina var Hanna Katrín Friðriksson formaður Flokkahóps miðjumanna. Hún er vill meina að fyrirspurnin flokkahópsins hafi verið mjög raunhæf.

– Mér finnst svörin við spurningunum sýna að áhyggjurnar sem við vísuðum til séu útbreiddar, ekki síst meðal matvælaframleiðenda. Það verður að fylgja málinu eftir. Þetta ferli hefur á endanum áhrif á alla neytendur og margar atvinnugreinar, segir Hanna Katrín.

Eitt af þeim atriðum sem matvælaiðnaðurinn hefur áhyggjur af er að ráðleggingarnar bendi í frekara mæli til þess að meira verði flutt inn af matvælum sem neytt er á Norðurlöndunum en munu verða framleidd innan þeirra.

– Við þurfum að einbeita okkur að því að búa matvælaframleiðendum skilyrði til að framleiða hollan mat í þeim aðstæðum sem eru á Norðurlöndum og að laga sig að þeim tilmælum sem sett verða.

Í framhaldi af ráðleggingunum munu yfirvöld í hverju hinna Norrænu landa móta sínar eigin næringarráðleggingar og má því búist við að ráðleggingarnar muni hafa mikil áhrif.