Birt 14.12.2021

Greinaflokkar

Bjóðum nýja sendinefnd frá Íslandi velkomna

Flokkahópur miðjumanna hefur fengið þrjá nýja félaga eftir kosningarnar á Íslandi í september 2021.

Hanna Katrín Friðriksson (mynd) er fulltrúi Viðreisnar. Hún hefur setið á Alþingi frá árinu 2016 og er formaður þingflokks Viðreisnar. Hún á meðal annars sæti í EFTA/EES-nefnd Alþingis. Í Norðurlandaráði mun hún taka sæti í Forsætisnefndinni sem m.a. fer með ábyrgðina á ESB-samstarfi Norðurlandaráðs.

Guðmundur Ingi Kristinsson er fulltrúi Flokks fólksins. Hann hefur setið á Alþingi frá árinu 2017 og er jafnframt formaður síns þingflokks. Hann á sæti í Velferðarnefnd Alþingis og sömuleiðis í Norrænu velferðarnefndinni. Á fyrrihluta síðasta kjörtímabils var hann aðalmaður í Norðurlandaráði og varamaður síðari hluta þess.

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir er fulltrúi Framsóknarflokksins. Hún er nýkjörinn alþingismaður. Í Norðurlandaráði mun hún taka sæti í Norrænu sjálfbærninefndinni.

Auk þessara þriggja aðalmanna hefur Flokkahópurinn fengið þrjá nýja varamenn frá Íslandi: Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur (Viðreisn), Eyjólf Ármannsson (Flokki fólksins) og Líneik Önnu Sævarsdóttur (Framsóknarflokki)