Birt 15.03.2023

Endurnýjum umboð Norðurlandaráðs í öryggismálum með endurskoðun Helsingfors-samningsins

Flokkahópur miðjumanna vill efla hlut utanríkis- og öryggismála innan Norðurlandaráðs. Þessi mál eru nú á dagskrá í forsætisnefnd Norðurlandaráðs. Flokkahópurinn telur að núverandi vinnulag sé ekki nægilega gagnsætt. Því hefur flokkahópurinn lagt til að skipulag Norðurlandaráðs verði aðlagað nýjum aðstæðum í öryggismálum með því að stofna sérstaka öryggisnefnd í ráðinu.

Norðurlandaráð samþykkti ekki tillöguna en þess í stað yrði málið tengt endurskoðun Helsingfors-samningsins.

– Flokkahópurinn vildi með tillögunni breyta skipulagi og starfsháttum í Norðurlandaráði til að stuðla að gagnsærri en um leið skilvirkari samnorrænni ákvarðanatöku um utanríkis-, öryggis- og varnarstefnu, segir Anna Starbrink, talsmaður Flokkahóps miðjumanna.

– Hins vegar getum við skilið rökin fyrir því að tillagan ætti að tengjast áframhaldandi umræðu og endurskoðun sem þarf að fara í í kringum endurnýjun Helsingfors-samningsins. Þess vegna getum við stutt tillögu forsætisnefndarinnar.

Norðurlandaráð mun skipa starfshóp sem kemur með tillögur um hvernig og hvenær samningurinn skuli endurskoðaður.

Umræðan um tillögu Flokkahóps miðjumanna fór fram á þemaþingi Norðurlandaráðs í Reykjavík 15. mars 2023.

Mynd: Anna Starbrink