Birt 01.01.2022

Greinaflokkar

Janúarfundur Flokkahóps miðjumanna

Fyrsti fundur Flokkahóps miðjumanna árið 2022 verður haldinn á stafrænu formi þann 24. janúar nk.
kl. 11.35-14.45. Upphaflega stóð til að fundurinn færi fram í Ósló en horfið var frá því vegna samkomutakmarkana.

Anne Beathe Tvinnereim, nýr norrænn samstarfsráðherra Noregs mun koma á fundinn og ræða m.a. um fjárhagsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar og eftirfylgni við skýrslu Jan-Eriks Enestams um almannavarnir á Norðurlöndum.

Auk þess mun hópurinn fjalla um nýjar tillögur sem lagðar verða fram í Norðurlandaráði á árinu. Á fundinum verður einnig skipað í nefndirnar sem fara með pólitískt starf Flokkahópsins í nefndum Norðurlandaráðs.

Fundurinn fer fram í gegnum fundaforritið Zoom. Formaður Flokkahópsins, Linda Modig stýrir fundinum.