Birt 01.11.2022

Málþing um samgöngur og loftslagsmál í Helsinki

Í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki fór fram málþing um samgöngur og sjálfbær umskipti. Auk finnslu og norsku samgönguráðherranna tók m.a. Kjell-Arne Ottosson Flokkahópi miðjumanna þátt í málþinginu.

 Þriðjudaginn 1. nóvember hófst 74. þing Norðurlandaráðs í finnska þinginu í Helsinki. Áður en þingið var sett komu norrænir stjórnmálamenn saman til málþing um samgöngur og loftslagsmál. Helsta málið á dagskránni, eins og við var að búast, var spurningin: Á að stofna norræna ráðherranefnd um samgöngumál?  Kjell-Arne Ottosson, Flokkahópi miðjumanna sem meðal annars er formaður Stjórnsýsluhindranahóps Norðurlandaráðs kallaði: JÁ, sem svar við þeirri spurningu.                                                                                                                                                                                                                 

– Þegar ég hitti fólk sem rekur fyrirtæki og er í samtökum á landamærasvæðum talar það mjög skýrt. Það vill fyrirsjáanleika í samgöngumálum. Það sé fært til allra norrænu landanna, til að koma sjónarmiðum á framfæri benti Kjell-Arne á, en sjálfur hefur mikla reynslu af því hvernig það er að búa í landamærahéraði.

– Ég bý í Svíþjóð, 100 metrum frá norsku landamærunum. Það kom í ljós, ekki síst í heimsfaraldrinum hve samfléttað líf okkar er. Það snýst um vinnumarkaðinn, félagslífið, fjölskyldur og vini og bara um allt. Við vorum vön þeirri tilfinningu að landamærin væru ósýnileg, en allt í einu urðu landamærin mjög sýnileg.

Kjell-Arne lagði áherslu á að áframhaldandi stafræn væðing undirstriki mikilvægi nánara norræns samstarfs. Endurskipulagning samgöngugeirans til að ná metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum sýnir einnig þörfina á ráðherranefnd um samgöngumál.

Timo Harakka samgönguráðherra Finnlands og Jon-Ivar Nygård samgönguráðherra Noregs tóku þátt í málþinginu. Á meðan ríkisstjórn Noregs hefur lýst því yfir að hún vilji sjá norræna ráðherranefnd um samgöngumál eru finnskir kollegar þeirra efins. Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur einnig verið efins undanfarið. Hvernig nýja sænska stjórnin stendur gagnvart málinu á eftir að koma í ljós, en Kjell-Arne Ottosson skoraði á nýju þingmennina, ekki síst á þeim forsendum að nýr innviðaráðherra Svíþjóðar er, líkt og
Kjell-Arne, kristilegur demókrati.

Á síðasta kjörtímabili ýtti ég fast á eftir málinu í sænska þinginu, spurði spurninga og óskaði eftir skýringum frá ráðherra jafnaðarmanna. Ég vona að þið haldið nú áfram að ýta málinu áfram og sjáið til þess að nýi ráðherrann okkar viti að okkur finnst þetta mikilvægt mál.

Þingmenn Norðurlandaráðs hafa um langt skeið verið sammála um að koma á ráðherranefnd um samgöngumál.

Mynd: Kjell-Arne Ottosson, til vinstri, talar á málþinginu í Helsinki.