Birt 11.11.2021

Norðurlöndin þurfa að láta í sér heyra varðandi málefni norðurslóða

Talsmaður Flokkahóps miðjumanna á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn við umræðurnar um samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um málefni norðurslóða var formaður flokkahópsins Linda Modig.

„Norðurlönd þurfa að láta í sér heyra um málefni norðurslóða. Fyrir Flokkahóp miðjumanna snýst þetta í grundvallaratriðum um öryggi og sjálfbærni okkar nánasta umhverfis.

Norðurskautssvæðið er eitt af fáum ósnortnum svæðum í heiminum og áhrif loftslagsbreytinga koma hraðar fram á norðurslóðum en víða annars staðar. Ört minnkandi íshjúpur yfir sumarmánuðina er ein af mörgum vísbendingum um hvernig losun og útblástur breytir umhverfi norðurslóða. Breytingarnar eru ógn við tegundaauðgi og viðkvæm vistkerfi sem finna má á svæðinu. Það þarf að vernda Norðurskautið og ósnortin og viðkvæm svæði þess.

Á sama tíma og náttúran á norðurslóðum er vernduð þarf að haga starfsemi á svæðinu á eins sjálfbæran hátt og hægt er. Mikilvægt er að uppbygging og framtíðarnýting taki mið af afleiðingum þess fyrir umhverfið og fólkið sem býr og starfar á norðurslóðum, ekki síst frumbyggjana. Það er líka mikilvægt að skilja milli nýtingar mismunandi tegunda og skilyrðum hvers lands til að gera það á sjálfbæran og umhverfisvænan hátt.”

Norðurslóðir eru hins vegar ekki aðeins mál Norðurlandanna. Í ljósi hnattræns eðlis loftslagsmála er framtíð norðurslóða mikilvægt mál fyrir fólk og þjóðir um allan heim. Sú áhersla sem einnig er lögð á samstarf þvert á landamæri í samstarfsáætluninni er því mikilvæg. Það er í samstarfi við önnur lönd sem Norðurlöndin geta náð árangri. En ég ítreka að við þurfum að láta í okkur heyra til að styðja skuldbindingar okkar við norðurslóðir.”