Birt 02.11.2023

Stingur upp á norrænni þekkingarmiðstöð um gervigreind

Það er sprengiþróun í gangi þegar kemur að gervigreind. Þetta þýðir að um erfiðar málamiðlanir er að ræða fyrir þau sem þróa tæknina sem og fyrir pólitíska ákvarðanir. Flokkahópur miðjumanna stingur upp á að komið verði á fót norrænni þekkingarmiðstöð fyrir gervigreind.

Á meðan Norðurlandaráð fundaði í Ósló bauð Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, til leiðtogafundar í London til að ræða gervigreind. Gervigreindarþróun er alþjóðlegt málefni og það hvernig það er meðhöndlað getur haft miklar afleiðingar fyrir fólk um allan heim. Til þess að Norðurlöndin geti sem best fylgst með þróun mála, tekist á við áskoranir og nýtt tækifæri kynnti Flokkahópur miðjumanna tillögu á þinginu um að stofna norræna þekkingarmiðstöð fyrir gervigreind.

– Við viljum safna saman sérfræðingum fræðasamfélagsins, atvinnulífinu, yfirvöldum og borgaralegu samfélagi til að ræða saman og koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi ýmsa þætti gervigreindar. Til dæmis þegar kemur að siðferði, reglugerðum, menntun, nýsköpun og öryggi. Þetta segir Hanna Katrín Friðriksson, formaður Flokkahóps miðjumanna

Flokkahópur miðjumanna telur að samstarf um gervigreind yrði framhald þeirrar hefðar að Norðurlöndin séu í fremstu röð þegar kemur að tækniþróun.

– Saman getum við, sem frumkvöðlar í stafrænu landslagi,  tryggt framtíð þar sem nýsköpun og ábyrgð haldast í hendur.