Birt 15.03.2023

Tillagan um skýrslu um sameiginlegt öryggi Norðurlanda var samþykkt

Norðurlandaráð samþykkti samhljóða tillögu Flokkahóps miðjumanna um að biðja ríkisstjórnir Norðurlanda að gera nýja „Stoltenberg-skýrslu“ um sameiginlegt öryggi Norðurlandanna. Í því samhengi þarf að endurskoða hlutverk bæði Norðurlandaráðs og Norænu ráðherranefndarinnar.

– Við nefndarafgreiðsluna studdi öll forsætisnefndin tillöguna – hún vildi þó breyta fyrirsögninni þannig að ekki sé lengur verið að biðja um „Stoltenberg II“ heldur „heildarskýrslu um varnarmál“. Þá orðalagsbreytingu samþykkti flokkahópurinn, segir Hanna Katrín Friðriksson, sem var talsmaður Flokkahóps miðjumanna um þetta mál.

– Útgangspunktur Stoltenberg-skýrslunnar frá 2009 var að gefa yfirlit, sameiginlega stöðumynd af norrænu öryggissamstarfi og koma með tillögu að aðgerðum. Það er það sama og við leitum eftir nú: sameiginlegri ástandsmynd í nýjum öryggisaðstæðum á Norðurlöndunum.

– Norðurlöndin eru staðsett í miðju þriggja hernaðarlega mikilvægra svæða: Eystrasalti, Atlantshafi og Norðurslóðum. Við þurfum á hvert öðru að halda og NATO þarfnast okkar. Fáum nú uppfærða mynd af stöðunni, sameiginlegum upphafspunkti fyrir áframhaldandi aðgerðir okkar, segir Hanna Katrín Friðriksson hvetjandi.

Umræðan fór fram á þemaþingi Norðurlandaráðs í Reykjavík 15. mars.

Mynd: Hanna Katrín Friðriksson